Pylsu og eggjaréttur
Kjötréttir
Fljótlegur pylsuréttur fyrir einn.
Efni:
Miðast við eina manneskju.
2 pylsur
2 egg
krydd (sem þér finnst gott)
tómatsósa
Sterk sósa (t.d. tabasko)
Meðhöndlun
Skerið pylsur í bita og steikið á pönnu með smá olíu.
Brjóið tvö egg í skál og hrærið með gafli, setjið kryddið út í eggin, gott að nota season all og kannski smá hvítlaukskrydd.
Hellið svo eggjunum út á pönnuna og hrærið með sleif.
Þegar eggin eru ekki lengur fljótandi hellið þá slatta af tómatsósu og sterkri sósu (ég notaðist við rosalega sterka chilli sósu frá Nings) út á og hrærið með sleif. (magn af smekk)
Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@pjus.is> (11/03/2003)