Brauðréttur saumaklúbbsins
Óskilgreindar uppskriftir
Svakalega góður brauðréttur
Efni:
1/2 samlokubrauð
1 bréf pepperoni
1 stk. blaðlaukur
6-8 sveppir
1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum
1 ferna matreiðslurjómi
1 stk. mexico ostur
1 poki gratín ostur
Meðhöndlun
Brauð í botninn á eldföstu móti.
Pepperoni,blaðlaukur,sveppir og sólþurrkaðir tómatar skorið smátt og blandað
saman í skál.
Gott er að blanda olíu af tómötum útá blönduna.
Dreift yfir brauðið.
Sósan.
Bita mexíkóska ostinn í pott ásamt rjóma. Hita við vægan hita þar til
osturinn er bráðnaður. Láta kólna.
Hella blöndunni yfir og dreifa gratínostinum yfir.
Elda í 200°c heitum ofni í ca. 20 mínútur.
Sendandi: HB (13/03/2003)