Doritos kjúklingur

Kjötréttir

Mexíkanskur, fljótlegur og geeeeeeeeðveikur kjúlli!!!!!

Efni:
ca 4 kjúklingabringur
Ostasósa (mexíkönsk)
Salsa sósa
Ostur
1 poki Doritos snakk

Meðhöndlun
Kjúklingabringurnar eru skornar í bita, steiktar á pönnu og kryddaðar vel eftir smekk.
Doritos snakk (aðeins mulið)er sett í botn á eldföstu móti. Ostasósan þar ofaná og síðan Salsa sósan. Síðan eru steiktar kjúklingabringurnar settar þar ofaná og síðan ostur.

Sett inn í ofn í 15-20 mín á ca 200C

Meðlæti: Hrísgrjón, salat og svo er ómissandi að hafa sýrðan rjóma og jafnvel quacamole.......

Njótið vel og lengi

Sendandi: Kristín (14/03/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi