Sælgætisterta
Brauð og kökur
einföld en rosagóð
Efni:
svamptertubotn 1 peli rjómi
1/2 dós ferskjur
1/2-1 grænt epli eftir smekk
2 stk toffee crisp eða bara eitthvað gott nammi.
1-1/2 mars til bræðslu
og smá mjólk eða rjómi.
Meðhöndlun
rjóminn þeyttur, ferskjurnar skornar í bita, eplið fínt skorið, og nammið saxað allt sett útí rjómann. smá af ferskjusafanum sett á svamptertubotninn, rjómagumsið ofaná botninn, síðan er brætt mars í potti með smá af mjólk eða rjóma og kælt alveg. Sett yfir tertuna í mjórri bunu.
Sendandi: Nafnlaus (16/03/2003)