Eldheitar núðlur

Pizzur og pasta

Mínútunúðlur með chilli

Efni:
1-2 pk. Mínútunúðlur
ca. 1/2-1 tsk. Minced hot chilli
(frá Blue Dragon)
Soyasósa
Sæt soyasósa eða
1 msk. sykur

Auka:
sýrður rjómi
1 egg
Skinka
rækjur
kjúklingur
pulsur
grænmeti
Tilbúin Wok grænmetisblanda

Meðhöndlun
Sjóðið núðlurnar í litlu vatni (látið rétt fljóta yfir) í ca. 3 mín. og blandið kryddinu sem fylgir útí eða setjið hálfan tening af kjíklingakrafti í vatnið. Sigtið núðlur ef þarf og skellið chilli og soyasósunum útí, magn fer eftir smekk og hitið í pottinum.
Gott er að bæta smá sýrðum rjóma útí til að mýkja bragðið. Einnig gott að steikja grænmeti, egg og t.d. rækjur og láta krauma með á pönnu.
Svo er líka hægt að gera réttinn með hrísgrjónum í staðinn fyrir núðlur.
Mjög gott og fljótlegt og fer eftir því sem til er í ískápnum.

Sendandi: Sigrún <sigrunhalla@simnet.is> (31/03/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi