Spunaréttur Helgu
Pizzur og pasta
frábær pastaréttur með krabbakjöti og skelfisk
Efni:
Krabbakjöt keypt frosið í strimlum og sneitt í litla bita ca 1 cm,season all með hvítlauk og sítrónupipar ( lítið )
Skelfiskur einnig keyptur frosinn, magn eftir smekk og fjárhag.. Rjómaostur með kryddblöndu lítil askja,rjómaostur með hvítlauk lítil askja,ferskir sveppir, niðursoðnir tómatar í dós, hvítlaukur eftir smekk, matreiðslurjómi 1 dl,1/4 blaðlaukur, pastafiðrildi
Meðhöndlun
steikja hvítlauk, blaðlauk og sveppi á pönnu, bæta svo rjómaostinum, rjómanum og tómötunum ( ekki safanum ) út í og að síðustu krabbakjötinu og skelfiskinum,krydda eftir smekk, pasta soðið með smá salti og olívuolíu ( ekki nauðsynlegt), sigta pastað og hella svo sósunni yfir með öllum herlegheitunum í yfir, borða gott brauð með og ferskt salat...
Bon apetid !!
Sendandi: Helga Margrét Hreinsdóttir <helgam@kopavogur.is> (03/04/2003)