Mömmugratín

Óskilgreindar uppskriftir

Frábært og öðruvísi kartöflugratín

Efni:
Kartöflur
Létt-smurostur með villisveppum
Mjólk
Púrrulaukur
Nokkrar ostsneiðar

Meðhöndlun
Kartöflurnar afhýddar og soðnar. Svo eru þær sneiddar niður og settar í eldfast mót.
Púrrulaukur skorinn niður (magn eftir smekk) og sett yfir kartöflurnar.
Osturinn þynntur aðeins með mjólk, passa að þynna ekki of mikið. Svo er ostinum hellt yfir kartöflurnar og laukinn og allt hrært lauslega saman.
Ostsneiðum er svo raðað ofan á og sett inn í ca. 180-200° heitan ofn. Eldað þar til osturinn er orðinn fallega gullinn.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (14/04/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi