Döðlukaka með valhnetum

Brauð og kökur

virkilega góð og einföld

Efni:
2 egg
100 g sykur
3 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
250 g döðlur (þurkaðar eða ferskar)
75 g valhnetukjarnar

Meðhöndlun
Hrærið eggjum og sykri vel saman. Bætið hveiti og lyftiduftinu út í. Hakkið döðlurnar og valhneturnar gróflega og bætið þeim í deigið. Hellið í vel smurt form, um 20 cm í þvermál, og bakið í neðri hluta ofnsins við 180 gráður í 40-45 mín.

Sendandi: Edda (27/04/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi