Snúðakaka með súkkulaði

Brauð og kökur

krakkar elska þessa

Efni:
4 dl.hveiti
50 gr.smjör
2 tsk. vanillusykur
1 pakki ger
1 egg
1 1/2 dl. mjólk

bráðið smjör
kanilsykur(1 tsk. kanill + 1 tsk.sykur)

Súkkulaðikrem

heitt vatn
flórsykur
bökunarkakó
smjör(bráðið)

Meðhöndlun
Hveiti og vanillusykri blandað saman í skál, smjörið mulið samanvið og síðan er eggið blandað við hveitiblönduna. gerið leyst upp í volgri mjólk (37°)og hellt útí og hnoðað vel saman

deigið látið lyftast í 30-45 mín.

Flétjið deigið út og smyrjið með bráðnu smjöri og stráið kanilsykurblöndunni yfir, rúllið deiginu upp og skerið ca.2cm.bita og raðið snúðunum þétt saman í hring. notið skeið til að slétta yfirborðið jafnt.

bakið í ca.20.mín eða þar til snúðarnir eru orðnir gull-brúnir á 200°hita.

kremið sett volgt ofaná

verði ykkur að góðu

ps.
þessi kaka er alltaf vinsælust hjá krökkunum í banraafmælum hjá mér.

Sendandi: ditta (29/05/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi