Vínarbrauð og snúðar
Brauð og kökur
Hnoðað deig
Efni:
750 gr. hveiti
300 gr. sykur
250 gr. smjörlíki
3 tsk. lyftiduft
2 egg
mjólk
Meðhöndlun
Smjörlíki mulið saman við þurrefnin, mjólk og eggjum bætt í og hnoðað.
Flatt út til að gera snúða þá er smurt bræddu smjörlíki og kanelsykri yfir deigið og rúllað upp og skorið í hæfilega snúða.
Til að gera vínarbrauð eru gerðar lengjur og sultu er smurt á og brotið upp á báða vegu og bakað í lengjum og skorið niður eftir bökun.
Bakað við 200°
Sendandi: Addý <addgys@simnet.is> (29/05/2003)