Köld samloka með túnfisk!
Óskilgreindar uppskriftir
Fljótlegt og virkilega gott!
Efni:
Brauð
Túnfiskur úr dós.(Í olíu)
Mæjónes
Remúlaði(Eða díjon sinnep)
Iceberg sallat
Tómatur
Gúrka
Rauðlaukur
Salt
pipar
hvítlaukspipar(eða duft)
Meðhöndlun
Fyrst smyrjið þið sitthvora samlokuna; Þunnt lag af mæjónes á aðra þeirra, og remúlaði eða díjonsinnep á hina. Ef þið ætlið að setja díjon sinnep á, passiði að láta ekki of mikið af því! Þá er það komið.
Næst setjið þið túnfisk á mæjóneshliðina, og setjið smá salt, og svartan pipar þar ofaná. Munið að láta olíuna renna úr dósinni áður en þið setjið túnfiskinn á, annars verður brauðið gegndrepa af olíu.
síðan setjið þið nokkrar gúrkusneiða á, og þar ofaná nokkra lauk-hringi. Svo setjið þið tvær, (eða fleiri eftir smekk) sneiðar (vel útilagðar) af tómat. Kryddið tómatsneiðarnar með hvílaukskryddi! Það er geggjað, en svosem hægt að sleppa því. Síðan setjið þið Iceberg kálblöð ofaná og setjið hina sneiðina ofaná allt og volà! Samloka à la Daedalus!
Sendandi: Jói <daedalus@hugi.is> (04/06/2003)