Fljótlegur grænmetisréttur

Grænmetisréttir

Rosalega seðjandi

Efni:
2 1/2 dl. hrísgrjón
Rauð paprika
1 kúrbítur meðalstór
1/2 púrrulaukur
5 sveppir
3 hvítlauksrif
Minimaisstönglar í dós
Bambus lítil dós
Túnfiskur í olíu
olía
salt og pipar og annað krydd til bragðbætingar(season all)

Meðhöndlun
Sjóða hrísgrjón
Skera niður grænmeti og steikja á pönnu
Bæta við túnfisk
Bæta loks hrísgrjónunum út í og blanda öllu vel saman
Bragðbæta með kryddi

Einnig má bæta öðru grænmeti út í eftir því sem er til í ísskápnum og ímyndunarflugið er frjótt, t.d. broccoli eða tómötum

Sendandi: Ragnheiður <r_gylfadottir@torg.is> (24/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi