Lárviðarbollur

Brauð og kökur

Mjög bragðgóðar og öðruvísi bollur

Efni:
1 1/2 dl heilhveiti
5 dl hveiti
3 msk sesamfræ
1 tsk salt
3 tsk þurrger
1 msk hunang
1 msk olía
2 1/2 dl volgt vatn
Lárviðarlauf til skreytingar
Örlítið af olíu
Vatn til penslunar

Meðhöndlun
1. Blandið öllu saman, hrærið og hnoðið
2. Látið lyfta sér við yl í ca. 20 mín. Gjarnan í volgu vatnsbaði í vaskinum.
3. Deigið hnoðað aftur og mótað í 20 bollur
4. Penslið lárviðarlaufin með olíu og stingið einu laufi í hverja bollu.
5. Penslið bollurnar með vatni og látið þær lyfta sér við yl í 20 mín.
6. Bakið þær við 220°C i ca. 15 mín.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi