Kanilsnúðar með marsipani
Brauð og kökur
Geðveikir snúðar
Efni:
50 gr pressuger eða 1 pk þurrger
100-150 gr smör/smjörlíki
5 dl ylvolg mjólk
1/2 tsk salt
1 1/2 dl sykur
ca 12-13 dl hveiti
Fylling:
brætt smjörlíki
kanilsykur
marsipan eftir smekk
Meðhöndlun
1. Blandið gerinu saman við ylvolga mjólkina.
2. Blandið þurrefnunum saman í skál, myljið smjörið út í og hellið síðan gerblöndunni saman við. Gott er að hnoða öllu saman í hrærivélarskál eða einfaldlega með höndunum. Látið hefast undir rökum klút í minnst 30-60 mín.
3. Takið þá hluta af deginu og fletjið út á hveitistráða borðplötu eða á plastdúk. Skerið kantana þannig að þeir seu allir jafnir.
4. Penslið yfir deigið og stráið kanil þar yfir. Þekið vel.
5. Myljið marsipan í skál og stráið því yfir kanilinn. Rúllið nú deiginu jafnt upp með báðum höndum og skerið í jafna bita.
6. Setjið hvern bita upp á rönd og þrýstið á með fingrum og látið á smurða ofnplötu. Látið hefast á plötunni í 30 mín.
7. Penslið þá snúðana með þeyttu eggi og bakið við 250°C æu 5-8 mín.
Berið snúðana fram ylvolga með kakói, kaffi eða mjólk.
Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)