Ostavalhnetubrauð
Brauð og kökur
Mjög góðar bollur með súpu og öðrum réttum.
Efni:
4 dl volg mjólk
50 gr pressuger eða 5 tsk þurrger
7 dl hveiti
1 1/2 dl heilhveiti
1 tsk salt
50 gr valhnetukjarnar í bitum
75 gr sterkur ostur, gróft rifinn
1 1/2 msk matarolía
egg, mjólk eð vatn til penslunar
Meðhöndlun
1. Myljið pressugerið út í mjólkina og látið standa óhreyft í 5-10 mínútur.
2. Blandið saman hveiti (takið frá 1 dl til að hnoða upp í deigið á eftir), heilhveiti, salti, valhnetum og osti.
3. Hrærið upp í gerblöndunni með sleif og hellið út i þurrefnin ásamt matarolíunni. Hrærið deigið vel með sleifinni.
4. Látið deigið hefast (tvöfaldast) í skál á hlýjum stað í eina klukkustund.
5. Hnoðið deigið, notið afganginn af hveitinu ef þörf er á. Mótið 32 jafnstórar bollur og raðið þeimí ofnskúffu þannig að þær myndi kringlótt brauð.
6. Breiðið yfir deigið og látið hefast(tvöfaldast) á hlýjum stað í hálftíma. Penslið bollurnar og bakið í miðjum ofni við 225°C í 10-15 mínútur.
Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)