Waldorfsalat

Grænmetisréttir

Gott að bera þetta salat fram með fuglakjöti

Efni:
2 rauð epli með hýði, brytjuð smátt
1/2 stöngull sellerí, saxaður smátt
4 msk valhnetur, saxaðar
20 vínber skorin í tvennt og steinhreinsuð
1/2 dl mæjónes
2 tsk sykur
2 tsk sítrónusafi
1 dl þeyttur rjómi
e.t.v. 1 dl sýrður rjómi (ef ykkur finnst sósan vera of lítil)

Meðhöndlun
1. Hrærið sman mæjónesi (sýrðum rjóma), sykri og sítrónusafa
2. Blandið ávöxtum og selleríi varlega saman við sósuna og síðast þeytta rjómanum
3. Salatið má bíða í kæliskáp í nokkrar klukkustundir

Fallegt er að setja 1-2 greinar af rifsberjum til skrauts ofan á skálina ef um hátíðlegt tækifæri er að ræða.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi