Franskt kartöflufat

Grænmetisréttir

Þessi réttur er góður með mörgum kjötréttum

Efni:
1/2 kg kartöflur
1 laukur
1/2 tsk salt
1/8 tsk paprika
25 gr smjörlíki
2 dl kaffirjómi

Meðhöndlun
1. Flysjið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Brytjið laukinn.
2. Leggið í lögum kartöflur og lauk í eldfast smurt mót. Hafið kartöflur neðst og efst. Stráið kryddi á milli laga. Látið smjörlíki í bitum efst.
3. Hellið rjómanum yfir.
4. Bakið við 200°C neðarlega í ofni í 45-50 mínútur. Gott er að strá rifnum osti yfir og baka hann með síðustu 10 mínúturnar.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi