Kjúklingaleggir með paprikuflögum
Kjötréttir
Mjög góður kjúklingaréttur
Efni:
5 dl paprikuflögur, muldar
rifinn parmesan ostur
8-10 kjúklingaleggir
pipar
salt
4 msk pestósósa
2 msk olía
Meðhöndlun
1. Hitið ofninn í 200°C. Myljið flögurnar smátt og blandið parmesan ostinum saman við.
2. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.
3. Blandið saman olíunni og pestósósunni og veltið leggjunum upp úr blöndunni.
4. Veltið þeim síðan upp úr muldu flögunum og þrýsið þeim vel að leggjunum.
5. Raðið þeim í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir.
6. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.
Gott er að bera réttinn fram með kartöflugratíni og grænmetissalati.
Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)