Lærissneiðar á portúgalska vísu
Kjötréttir
Þessa uppskrift fékk ég hjá skólasystur minni og er rétturinn afar bragðgóður
Efni:
salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
3 msk hveiti
840 gr lambalærissneiðar
220 gr niðursoðnir sveppir
2 laukar, saxaðir
3 dl kjötkrafur
3 msk tómatpúrré
rjómi eftir smekk
Meðhöndlun
1. Blandið kryffinu og hveitinu vel saman og veltið síðan sneiðunum upp úr því; gott er að skera sneiðarnar í minni stykki.
2. Steikið lærissneiðarnar á pönnu og setjið þær því næst í smurt eldfast mót.
3. Setjið sveppina á pönnuna og steikið þá þar til þeir eru orðnir harðir.
4. Setjið laukinn með og hitið hann þar til hann er orðinn ljósgulur.
5. Stráið hveiti yfir pönnuna og jafnið því létt saman við sveppina og laukinn.
6. Setjið kjötkraftinn út í ásamt tómatmaukinu og að síðustu rjómann.
7. Hellið öllu af pönnnni yfir í eldfasta mótið; hitið við 120°C í 20 mínútur.
Berið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)