Kjötsúpa

Súpur og sósur

Besta kjötsúpa sem ég hef smakkað !!

Efni:
1,2 lítrar vatn og kjötkraftur
400 gr lambakjöt
1 tsk salt
200 gr gulrætur
200 gr gulrófur
100 gr hvítkál
7 msk súpujurtir
1 laukur
1 dl kalt vatn
3 msk súpuduft (blómkáls- eða blaðlaukssúpuduft)

Meðhöndlun
1. Hreinsið og skerið kjötið í fremur litla bita og látið út í sjóðandi vatn ásamt kjötkrafti. Lækkið hitann í minnsta straum en passið að suðan detti ekki niður.
2. Veiðið froðuna af þegar suðan er komin upp og sjóðið í 30 mínútur.
3. Flysjið rófur og gulrætur og skerið smátt helminginn af þeim og setjið út í kjötpottinn þegar kjötið hefur soðið í hálftíma og sjóðið með kjötinu síðasta korterið af suðutímanum. Skerið hinn helminginn í stærri bita og sjóðið sér og berið fram með kjötinu.
4. Skerið hvítkálið fremur smátt og sjóðið það í súpunni síðasta korterið ásamt hinu grænmetinu.
5. Hristið saman í hristiglasi súpuduftið og 1 dl af vatni og hrærið út í súpuna og látið sjóða með síðustu 10 mínúturnar.

Borið fram með kartöflum.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi