Heitur rækjuréttur

Brauð og kökur

Fínn á veisluborðið

Efni:
Franskbrauð
1 bolli skinka, smátt brytjuð
smjör
2 bollar niðursoðnir sveppir
safi af sveppunum
1/2 kg rækjur
1-1 1/2 bolli mæjónes
1/2 bolli sýrður rjómi
1 msk Hot Dog Relish
krydd eftir smekk
4 eggjahvítur
rifinn ostur

Meðhöndlun
1. Rífið brauðið niður í eldfast mót. Steikið skinku og sveppi í smjöri, og setjið út á brauðið ásamt soðinu.
2. Blandið saman rækjum, mæjónesi, sýrðum rjóma, Hot Dog Relish og kryddi. - Setjið yfir brauðið.
3. Rífið þá meira brauð ofan á og svo skal setja salat yfir það, en enda skal á brauði.
4. Þeytið eggjahvíturnar og bæði út í formið ásamt rifnum osti. Þekið með álpappír og bakið í 45 mínútur við 200°C.

Gera má réttinn daginn áður og geyma í ísskáp en þá verður að geyma að setja hvíturnar út í þangað til rétt áður en þetta er í ofinn.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi