Sólskinslaufur
Pizzur og pasta
Bragðgott
Efni:
125 gr pastaslaufur
50 gr smjör
1 hvítlauksrif, pressað
1 kúrbítur, í teningum
1 eggaldin, í teningum
1 rauðlaukur, skorinn í 8 báta
1 tsk þurrkað basil
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
175 gr mozzarella, rifinn
Meðhöndlun
1. Sjóðið pastað
2. Látið hvítlaukinn krauma í smjöri í nokkrar mínútur og setjið síðan allt út í nema ostinn og pastað. - látið krauma í 5-6 mínútur og hrærið í af og til.
3. Bætið pastanu út í og látið malla í 3-4 mínútur.
4. Setjið ostinn yfir og berið réttinn fram þegar osturinn er bráðnaður.
Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> (29/06/2003)