Oreo ostakaka

Brauð og kökur

Þessi vekur alltaf lukku

Efni:
1.skál

1 bolli flórsykur
200 gr. rjómaostur

Hrært saman

2.skál

1bolli nýmjólk
1 pakki royal vanillubúðingur
1 tsk vanilludropar

Hrært saman

3.skál

1 peli þeyttur rjómi

Meðhöndlun
Skálum 1, 2 og 3 blandað svo saman
(ljóst mauk)

Mixa vel 24 oreo kexkökur í mixara - kökurnar verða alveg að dufti.

Byrjar á að setja í eldfast mót ca 1/3 af ljósa maukinu – svo ca 1/3 af kökumylsnunni og svo aftur 1/3 af maukinu yfir og svo koll af kolli - endar á kökumylsnunni.

Sendandi: Nafnlaus (07/08/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi