Frönsk Súkkulaðikaka

Brauð og kökur

þétt súkkulaði "fudge" bomba

Efni:
200gr smjör
200gr dökkt súkkulaði
200gr sykur
3 egg
1 bolli sterkt kaffi

Meðhöndlun
smjör og súkkulaði sett í pott og brætt saman við miðlungshita hrært reglulega til að blanda saman.
sykrinum og eggjunum þremur hrært saman í skál meðan hitt bráðnar
súkkulaði blöndunni hrært útí ásamt kaffinu
öllu saman hellt í form ca 25x30cm með smjörpappír í botninum
þessi blanda er mjög þunn og ekki líkleg til að verða mikil kaka EN eftir bakstur í 50 mínútur við ca. 170-180 gráður OG sólarhringsbið í kæliskáp verður til þessi líka frábæra súkkulaði bomba
verði öllum að góðu :)

Sendandi: Guðmundur Helgason <mummi@vortex.is> (11/08/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi