Skinkuhorn
Brauð og kökur
Skinkuhorn að hætti bakarameistarans (16stk)
Efni:
1. bréf þurrger
2 1/2 dl mjólk
100gr smjörlíki
1 tsk sykur
1 tsk salt
~500gr hveiti
sesamfræ
skinkumyrja eða smurostur með skinku
Meðhöndlun
Smjörlíkið brætt og mjólkin sett saman við 35°C
Hinum efnunum blandað saman við og allt hnoðað saman þar til það er slétt og samellt
Deiginu skipt í 2 hluta, sem flattir eru út í tvær kringlóttar kökur sem skipt er í 8 jafna þríhyrnta parta.
Vefðu hvern þríhyrning þétt saman frá breiðari endanum. Láttu hornin á smurða plötu.
Láttu hornin lyfa sér í c.a. 25 mín.
Penslaðu hornin með eggi og settu á þau sesamfræ.
Bakaðu hornin í miðju ofni við 250°C í 12 - 15 mín.
Sendandi: Tryggvi R. Jónsson <trigger@pjus.is> (03/10/2003)