Omeletta með skinku og pylsum

Óskilgreindar uppskriftir

Alvöru omeletta.

Efni:
6 stk egg
2 dl rjómi
1 dl majónes
nýmulinn svartur pipar
salt
paprikuduft
2 tsk diljon sinnep
1 meðalstór rauðlaukur
paprika
8 stk skinkusneiðar
4 stk vínarpylsur

Meðhöndlun
Skera grænmetið, vínarpylsur og skinku í bita. Hræra saman egg, rjóma, majónesi, salti, pipar og sinnepi. Grænmetið, skinkan og pylsurnar steikt á pönnu.
Eggjablöndunni hellt yfir og hrært örlítið í. Setja pönnuna undir grill í ofni.
Lokið ekki ofninum á meðan. Látið omelettuna ná gullbrúnum lit.

Sendandi: Tryggvi R. Jónsson <trigger@pjus.is> (03/10/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi