Frumraun Wok pönnu

Kjötréttir

Einfaldur réttur til að vígja Wok pönnur

Efni:
1 bakki Svínagúllas
1 stk Mexíkóskur kryddostur
1/4 L matreiðslurjómi
2 stk papríkur

Meðhöndlun
Svínagúllasið er skorið í smærri bita og steikt á pönnunni þangað til það er farið að taka lit í gegn.
Kryddosturinn er settur á pönnuna og brotinn niður. Þegar osturinn er að mestu bráðinn er matreiðslurjómanum bætt út í þangað til blandan er orðin passlega sterk, getur þurft allt að 1/4 L, eða eftir smekk hvers og eins.

Þegar þetta er allt búið að krauma á pönnunni í smástund er niðurskornum paprikum bætt út í og leyft að jafna sig í smástund.

Borið fram með góðu brauði, helst með suður-evrópsku yfirbragði.

Sendandi: Tryggvi R. Jónsson <trigger@pjus.is> (05/10/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi