Fiskur - soðinn
Fiskréttir
Einfalt og gott
Efni:
Fiskur
Kartöflur
Hvítlaukur
Laukur
Steinselja
Olífu olía
Vatn
Meðhöndlun
Fiskur soðinn.
Eitt kilo af ferskum fiski, má vera hvaða fiskur sem er.
Ýsa, Þorskur, Lúða, Lax.
Fjóra lauka
Einn heilan hvítlauk
6 kartöflur, eða 4 kartöflur og 2 gulrætur
Eitt búnt af Steinselju.
Skerið fisk og kartöflur í bita, frekar stóra og setjið í djúpa pönnu með loki.
Hellið 1 dl af olífuolíu yfir og síðan láta fljóta yfir með vatni Lokið og látið sjóða við vægan hita þar til kartöflurnar eru soðnar,
Það má sjóða kartöflurnar aðeins á undan og setja síðan allt hitt á eftir, það fer eftir hve lítið eða mikið maður vill hafa fiskinn soðinn.
Sendandi: Bjargey <bjargey_3@hotmail.com> (07/11/2003)