Góða nótt

Ábætisréttir

góður og einfaldur réttur sem er eistakur fyrir bragðlaukana

Efni:
9 stk eggjahvítur
450 grömm sykur
1 1/2 tsk af lyftirdufti
1/2 líter rjómi
1 heil dós að blönduðum ávöxtum
1 askja jarðaber

Meðhöndlun
stillið ofninn á 180 á uppi og niðri hita.
stífþeytið eggjahvíturnar sykurinn og lyftiduftið.
smyrjið stórteldfastmót með smjöri og hveitið það svo á innan. hellið deiginu í mótið og setjið í ofn bakið í klukkustund og slökkvið svo á ofninum og látið standa yfir nótt (eða 8 kls)EKKI OPNA OFNINN Á MEÐAN BAKSTRI STENDUR OG EKKI FYRR EN EFTIR 8 TÍMA....
svo er settur 1/2 líter af rjóma yfir ein heil dós af blönduðum ávöxtum og svo er gott að setja jarðaber vínber eða eitthvað sem ykkur dettur í hug.
njótið vel

Sendandi: Peta <petrina@torg.is> (03/12/2003)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi