Skötustappa

Fiskréttir

Betri en fyrir vestan

Efni:
1 kg. vel kæst tindabikkjubörð
200 gr hnoðmör
1 bolli haframjöl
4 matskeiðar þorskalýsi
400 gr. soðnar kartöflur.

Meðhöndlun
Börðin sett í sjóðandi vatn slökkt á suðunni eftir eina mínutu látið liggja í 5 - 7 mín. skatan síðan hreinsuð af brjóskinu.
Hnoðmörinn bræddur í vatnsbaði, hroðinn veiddur ofan af jafnóðum.
síðan er allt hrært saman, eða sett í mixara sem er enn betra.

Þrumari með smjöri og staup af köldu brennivíni skemmir ekki.
Til að eyða lyktinni á eftir, er upplagt að sjóða jólahangiketið á eftir.

Sendandi: Einar Ásgeirsson <skel@treknet.is> (07/12/1996)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi