Litla Syndin ljúfa

Óskilgreindar uppskriftir

góður og einfaldur eftirréttur sem allir ættu að gera

Efni:

140 g smjör, og meira til að smyrja formin
140 g 70% Nóa Síríus Súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur
60 g hveiti

Meðhöndlun
LITLA SYNDIN
140 g smjör, og meira til að smyrja formin
140 g 70% Nóa Síríus Súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur
60 g hveiti

Hitið ofninn í 220 gráður (ekki nota blástur). Smyrjið 6 lítil soufflé-form eða bolla vel með smjöri ( Ef notuð eru annars konar form er ráð að prófa að baka eina synd til að bökunartíminn passi örugglega.) Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Takið af hitanum um leið og smjörið er bráðið og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þeytið egg og eggjarauður í skál og setjið svo flórsykurinn út í og þeytið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið á meðan og hrærið að lokum hveitinu saman við. Skiptið deiginu jafnt í formin (rúmlega 1 dl í hvert form) og gætið þess að fylla þau ekki alveg. Setjið formin á plötu eða í ofnskúffu og bakið kökurnar í 11-12 mínútur (án blásturs). Ef deigið hefur verið geymt í kæli þá er bökunartíminn 13-14 mín (jafnvel 15 mín. ef það var í formunum og í kæli). Takið þær út og látið kólna í 3 mínútur. Rennið hnífsblaði í kringum kökurnar til að losa betur um þær og hvolfið þeim á diska. Sigtið e.t.v. svolítinn flórskykur yfir og berið kökurnar fram t.d með hindberja- eða vanillusósu og e.t.v berjum eða öðrum ávöxtum.




Gott að bera fram með vanilluís













Sendandi: Peta <petrina@torg.is> (17/01/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi