Indverskur Kjúkklingapottréttur

Kjötréttir

góður alltaf

Efni:
900gr kjúklingabitar t.d vængir eða leggir.(Ég nota bara 3-4 bringur og sker þær niður í bita eða gullas mjög gott)
olía til að steikja bitana í.
1tsk turmeric krydd.
1 tsk. salt.
3.stórir laukar skornir smátt.
4 tsk.soya sósa.
1. tsk. chilli.
2. tsk tomat pure.
1. tsk.garam masala.
300. ml. vatn.
6 græn chillies eða paprika
svo þetta verði ekki sterkt.
1. tsk hvítlauksduft
2. tsk tandoori masala (Kryddið er RAJA krydd)

Meðhöndlun
Takið skinnið af kjúklingabitunum.
Hitið olíuna og steikið bitana gullin brúna
setjið þá í skál.
Hellið olíunni og setjið nýja olíu
Steikið laukinn gullinn brúnann
setjið chilli (papriku) og allt kryddið
soya og tomatpure.
Hrærið vel og eldið í 1-2 mín.
Setjið kjúklingana bitana saman við
og hrærið vel sama.
Setjið vatnið, látið suðuna koma upp
lokið á pottinn og sjóðið í u.þ.b.15 mín.


Berið fram með hrisgrjónum og annað hvort nan brauði eða hatting pítubrauði sem er hitað í ofni mér finnst persónulega betra að nota pitubrauðin.

Sendandi: Peta <petrina@torg.is> (17/01/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi