Spergilkálssalat frá Hellissandi

Grænmetisréttir

ferskt spergilkálssalat -alveg ótrúlega gott og hollt

Efni:
1 haus spergilkál
1 stk rauðlaukur
1 1/2dl sólblóma-eða graskerfræ eða.. furuhnetur
1 1/2dl rúsínur
1 pk bacon (saxað og steikt)

Salatsósa:
2-3 msk sýrður rjómi eða majó
pínu grænm.krydd í sýrða rjóman
2-3 msk rauðvínsedik
smá salt
1 msk sykur

Meðhöndlun
allt saxað svoldið smátt,nema fræin-blandað saman í skál.


hrært saman (þó samsetningin sé ólíkleg)-hrært útí grænmetisblönduna látið standa í ísskáp í 1 klst- geymist vel og verður betra og betraSendandi: Drífa Skúladóttir <wez@li.is drifa@esso.is> (02/02/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi