Tómatsúpa

Óskilgreindar uppskriftir

Frábær súpa - kolvetnasnauð - stór uppskrift

Efni:
1 líter vatn
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpuré(170 g)
2 grænmetisteningar
1/4 - 1/2 tsk. pipar
3-4 dl. rjómi
1 tsk. strásæta

Meðhöndlun
Vatnið sett í stóran pott ásamt grænmetisteningunum.
Tómatar maukaðir í matvinnsluvél eða blandara og settir út í vatnið ásamt tómatpúrrunni og piparnum. Magn pipars fer eftir því hvað menn vilja hafa súpuna sterka. Suðan látin koma upp en þá er gott að láta örlítið (ca. 1/4 tsk.) af matarsóda út í súpuna því það styttir suðutímann.
Súpan látin malla við vægan hita í 45-60 mín. Tekið af hitanum. Rjómanum hellt út í og strásætan sett í síðast.

Sendandi: Hrönnsa (04/02/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi