Plokkfiskur á nýjan hátt

Fiskréttir

Plokkfiskur með kartöflumús

Efni:
f. 4
600 gr. ýsa
1 poki tilbúin kartöflumús
1 gulur laukur
1 msk. smjör
1/2 bolli vatn
vatn eða mjólk til að þynna ef þarf.
Salt og svartur pipar eftir smekk.

Meðhöndlun
Ýsan soðin í saltvatni
Laukurinn saxaður og soðinn í smá smjöri og vatni og gerður mjúkur.
Kartöflumúsin gerð skv. leiðbeiningum á pakkanum.
Fiskurinn tættur í sundur og hrærður saman við.
Saltað og piprað eftir smekk. Gott að setja mikið af svörtum pipar.
Borið fram með rúgbrauði og smjöri.

Sendandi: Gulla B. <gullabald@internet.is> (06/02/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi