Daim ostakaka

Brauð og kökur

Æðislega góð og einföld nammiostakaka

Efni:
Botn:
120 g súkkulaðikex (Homeblest er best)
40 g smjör

Fylling:
300 g rjómaostur
1 dl sykur
2 msk mjög sterkt kaffi (sem búið er að laga)
2 dl rjómi, þeyttur
75 g Daim kúlur (ca einn poki)

Skraut:
Kiwi (má sleppa)
25 g Daim kúlur

Meðhöndlun
Botn:
Myljið súkkulaðikexið mjög smátt, bræðið smjörið, bætið súkkulaðikexinu út í smjörið og hrærið vel saman. Þessu er svo þrýst í botninn á álmóti.

Fylling:
Hrærið ost og sykur, blandið kaffinu saman við, síðan þeyttum rjóma og Daim kúlum. Setjið fyllinguna yfir kexmylsnuna og kælið.

Skraut:
Afhýðið Kiwi-ið og skerið í þunnar sneiðar, raðið í hring ofan á kökuna og setjið Daim kúlurnar í miðjuna.

Gott er að búa kökuna til daginn áður en á að borða hana. En hún verður síður en svo verri eftir 2 daga.

Sendandi: Edda <saints@talnet.is> (19/02/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi