Kjúklingur í chilli, engiferi, hvítlauk og lime

Kjötréttir

Skemmtileg kjúklingauppskrift. Þessi hlutföll miðast við 3 meðalstórar bringur, en annars eru hlutföllin bara smekksatriði

Efni:
3-4 kjúkl.bringur
Lögur:
1 rauður chilli pipar (fræ úr og skorið í smáa strimla)
1 grænn chilli pipar (fræ úr og skorið í smáa strimla)
Engifer 2-3 cm. saxað smátt eða rifið
Lime - safi úr 2 stk.
Hvítlaukur 7-8 rif, kraminn
Olífuolía, til uppfyllingar

Meðhöndlun
Lögur: Blandið chilli, engiferi, hvítlauki saman í olíu. Kreistið vel Lime-safa út í. Magn innihalds fer eftir smekk, þ.e. hversu mikið af chilli osfrv.

Kjúklingabringur: skerið raufar í kjötið til að hleypa bragðinu betur inn.

Skellið keti í fat og hellið leginum yfir þannig að fljóti ágætlega (notið því passlega stórt/lítið fat). Látið standa a.m.k. í 3-4 klst. og snúið ef þarf.

Grillið eða setjið í ofn.

Meðlæti: Gott salat og grjón.

Einnig má nota kjúkl.leggi, svínakjöt og ýmislegt fiskmeti, t.d. er humar mjög góður í þessum legi.

Sendandi: SFJ (25/02/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi