Mexico Kjúklingasúpa

Súpur og sósur

Matarmikil súpa frá Mexico fyrir 4 svanga

Efni:
3-5 laukar, saxaðir
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 chilipipar, saxaður
1 flaska Granini tómatsafi
5 dl kjúklingasoð
5 dl kjötsoð
1 tsk Cumin eða Koriander
2 tsk Worchester sósa
1 tsk chilipipar
1 tsk cayenne pipar eða venjulegur pipar
2 dósir maukaðir tómatar
1 kjúlli brytjaður niður eða 4-6 léttsteiktar kjúllabringur

Rifin ostur, sýrður rjómi, Nachos flögur og guacamole sett út í súpuna

Guacamole:
1 avocado mixað í mixer með 1 tómat og einu rifi af hvítlauk

Meðhöndlun
Steikið laukin ásamt hvítlauki. Setið restina í pottinn fyrir utan kjúllan. Súpan látin sjóða í 2-3 klst. Kjúllinn settur útí síðasta klukkutímann.

Rifinn ostur, sýrður rjómi, Nachos flögur og guacamole sett út í hverja skál.

Sendandi: Lotta <lotta@reykjavik.com> (11/03/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi