jalapeno salat

Óskilgreindar uppskriftir

Frábært með nachos, ferskt og gott

Efni:
Skinka
Hvitlauksostur (þessi kringlótti)
Cherry tómatar
jalapeno (eftir smekk)
Sýrður rjómi

Meðhöndlun
Hvítlauksosturinn, tómatarnir og skinkan er skorið niður. Þetta sett í skál og blandað við sýrða rjómann. Einnig er gott að blanda einni matskeið af majónesi við. Jalapeno er svo blandað saman við en passa sig að setja bara lítið í einu. Gott er að láta salatið standa aðeins eftir að jalapenoinu hefur verið blandað út í því sterka bragðið kemur ekki alveg strax fram. Borið fram kalt með nachos.

Sendandi: Jóhanna <johangu@hi.is> (21/03/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi