Pizzabotn mjög góður
Pizzur og pasta
Fljótlegt og gott
Efni:
7 dl hveiti
3 dl volgt vatn
1 pk þurrger
1 msk olía
Meðhöndlun
Öllu blandað saman og hnoðað en passið ykkur að hnoða eins litlu hveiti uppí degið og hægt er. Láið hefast í ca 15-20 mínútur. Setjið svo það sem ykkur dettur í hug að hafa á pizzunni td. sósa, skinka,pepperóní,hakk,laukur,paprika svo mætti lengi telja. Bakist við 180°C hita þangað til að osturinn er orðinn gulbrúnn. Ef að pizzan á að vera þykk þá látið hana hefast lengur.
Verði ykkur að góðu
Sendandi: Jóhanna <johannaev@visir.is> (30/04/2004)