Eplakaka
Ábætisréttir
algjört æði
Efni:
3-4 epli, flysjuð og bituð
180 g hveiti
200 g sykur
2-3 tsk kanill
2 dl kornflakes
u.þ.b. 100 g brætt smjör
Meðhöndlun
Eplin eru sett í eldfast mót. Öllum þurrefnunum er blandað saman og að lokum er brædda smjörið sett út í skálina og allt hrært saman. Þessu öllu er svo stráð yfir eplin og bakað við 200°C í ca. 20 mín.
Sendandi: Ylfa <ylfa@teacher.com> (21/06/2004)