Marengs, ber og súkkulaði

Ábætisréttir

nammi gott

Efni:
1 marengsbotn
1 bakki jarðarber og/eða bláber
100 g Síríus rjómasúkkulaði
1 poki Nóa-kropp
1 poki Maltesers
1 peli rjómi
brætt súkkulaði og ber til skreytingar

Meðhöndlun
Brjótið marengsinn í mola og setjið í stóra skál. Skerið berin í bita (ef notuð eru jarðarber) og saxið súkkulaðið. Blandið þessu saman við marengsinn ásamt Nóa-kroppi og Maltesers. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við með sleikju. Setjið í fallega skál og skreytið með berjum og bræddu súkkulaði.

Sendandi: Ylfa <ylfa@teacher.com> (21/06/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi