Skyrterta m/ jarðarberjum

Ábætisréttir

fersk og góð

Efni:
botn:
1 pk Homeblest kex
2-3 msk smjör, brætt

Kexið er mulið og brætt (kælt) smjör hrært saman við. Mylsnunni þrýst í botn á djúpu formi

1 stór dós jarðarberjaskyr
1/2 dl sykur
2 egg
1 tsk vanillusykur
5-6 matarlímsblöð
1 peli rjómi
örlítil mjólk

Meðhöndlun
Eggin eru þeytt og hrærð með sykrinum og sett í skál. Rjóminn þeyttur. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn og látið linast. Síðan er vatnið kreist úr því og það brætt í vatnsbaði. Látið kólna smástund. Skyrið er hrært og eggjablöndunni blandað saman við. Örlítilli mjólk og vanilludropum er hrært út í matarlímið svo hitastig þess verði fingurvolgt. Þá er því hrært varlega út í skyrblönduna. Síðan er rjóminn hrærður (með sleikju) saman við og blöndunni hellt yfir kexmylsnuna í forminu og látið stífna í ísskáp í nokkra klukkutíma. Skreytt með jarðarberjum (og bláberjum).

Sendandi: Ylfa <ylfa@teacher.com> (21/06/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi