Spaghetti Carbonara

Pizzur og pasta

Spaghetti kolagerðarmannsins

Efni:
200 g beikon, saxað (kaupi gjarnan kurl)
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir

3 egg
3-5 msk rjómi (eða matreiðslurjómi)
50-100 g parmasen ostur

400 g spaghetti

salt og svartur pipar

Meðhöndlun
Spaghetti soðið samkvæmt leiðbeiningum.

Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út á og steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

Egg, rjómi og parmasen hrært saman í skál. Kryddað með pipar og salti ef þarf (beikonið gefur oft nóg salt).

Soðnu spaghettinu er hellt út á pönnuna með beikoninu (slökkva undir) og eggjahrærunni hrært saman við. Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði.

Sendandi: Þóra <thora_dogg@hotmail.com> (01/07/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi