Mjög fljótlegur og rosalega góður kjúklingaréttur

Kjötréttir

Ef kallinn hringir og segist ætla að koma með gesti í mat þá er þessi tilvalinn!!!!

Efni:
Þú hleypur út í búð og kaupir grillaðan kjúkling. Þú tætir hann utan af beinunum. Þú setur slurk af olíu á pönnu og slurk af karrý og skellir kjúklingabitunum á pönnuna og veltir vel þar til kjúklingurinn hefur fengið jukkið á alla bitana. Mango cutney og 1/4 liter rjómi er pískað saman og svo er kjúklingnum skellt út í þessa blöndu + ein dós af baby corn stönglum og þetta svo sett í eldfast mót og sett inní ofn og hitað í gegn. Ég hef líka prufað að nota kókosmjólk í staðinn fyrir rjómann og það er líka mjög gott.

Meðhöndlun

Sendandi: Maddý <maddy@visir.is> (01/08/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi