Eftirrétta Gums....auðvelt og fljótlegt

Ábætisréttir

Pottþétt ef óvænta svanga Gesti ber að garði.

Efni:
Botn.

50 gr. sykur
50 gr. kókosmjöl
60 gr. hveiti
1 egg

Fylling.

2 bananar
2 epli
slatti af döðlum
slatti af súkkulaði

Meðhöndlun
Hrærið saman egginu,sykrinum,kókos og hveitinu.
klessið því í botninn á eldföstu móti.
skerið eplin,bananana,döðlurnar og súkkulaðið í bita.
Hrært vel saman og dreyft ofaná botninn.
Smá kókos stráð yfir allt saman.
Bakað í 20-25 mín við 180 gráður.
Borið fram heitt með ís eða rjóma.

Sendandi: Gulla Einarsdóttir <slyfq@cc.usu.edu> (19/02/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi