dhal
Grænmetisréttir
einfaldur og góður linsubaunaréttur
Efni:
bútur á stærð við meðal kartöflu af ferskum engifer
6 hvítlauksrif
2 grænir chilli
300 gr grænar linsur
góður slatti ólífuolía
2 tsk cummin
1 tsk gott karrý
5 grænir kardimommubelgir brotnir upp og fræ notuð
1 líter grænmetissoð
magn fer þó eftir kenjum hvers og eins
sítróna
ferskur koriander
sýrður rjómi
Meðhöndlun
við höndina þarf að hafa góðan pott eða mikla pönnu með loki
engifer, hvítlaukur og chilli maukað saman og helst í matvinnsluvél
vel af ólífuolíu hitað á pönnu
mauki bætt úti og látið krauma
því næst er hinum kryddunum bætt í uns allt húsið ilmar
skolaðar linsurnar settar á pönnuna og steiktar með kryddunum í stutta stund
grænmetisseyði bætt útí og allt látið krauma uns linsur eru meirar og vel það......
smakkað til með sjávarsalti og ef til vill fleiru...
mér finnst best að hafa dhal svipað í sér og góður hafragrautur og sækja það af disknum með brauðinu....
öðrum finnst best að hafa dhal sem súpu...og ekki er þá verra að hafa rjóma í henni
sítróna kreyst yfir hvern disk....góð sletta af sýrðum rjóma sett ofan á ...og klipptum ferskum koriander að lokum......
....þetta er ekki skraut heldur stór hluti af réttinum.......
brauð er frábært með þessu og ef fólk langar í salat með þá er klettasalat/rucola góður kostur...
indverskt pönnubrauð eigi ósvipað flatkökum nema úr grahamsmjöli, vatni, salti og olíu fer einkar vel með réttinum
Sendandi: embla dís <blabja@paradis.dk> (12/09/2004)