Kjúklingabringur í bearnaise- og estragonsósu

Kjötréttir

Besti matur sem ég hef smakkað lengi, og rosa auðvelt að búa hann til.

Efni:
4 kjúklingabringur
2-3 tsk Dijon sinnep (við notuðum Dijon hunangssinnep)
Estagon, eftir smekk
2 tsk Bearnaise essence
1 stk kjúklingakraftsteningur (stór)
Rúmlega hálf ferna matreiðslurjómi

Meðhöndlun
Brúnið bringurnar vel og skellið svo ofangreindu út á. Látið malla við meðalhita í um 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Ég mæli með salati með fetaosti og kirsuberjatómötum. Mmmm.

Uppskriftin er að mestu fengin af http://candpsych.blogspot.com. Hún er ætluð fyrir fjóra.

Sendandi: Heiða María Sigurðardóttir <heidasi@hi.is> (30/09/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi