Snickers ís

Ábætisréttir

Þú hefur ekki smakkað ís fyrr en þú smakkar þennan!

Efni:
5 dl rjómi
100 g púðursykur
1 tsk vanillusykur
4 stk Snickers, smátt saxað
4 stk eggjarauður

Meðhöndlun
Aðferð
Þeytið eggjarauður og púðursykur mjög vel saman. Bætið vanillusykrinum saman við. Þeytið rjómann og bætið honum, ásamt Snickers, varlega saman við með sleif. Setjið í form og frystið.

Sendandi: Ásgeir <asgir92@hotmai.com> (06/10/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi