Ýsa í karrý

Fiskréttir

Gómsætur hversdagsmatur sem tekur stuttan tíma að matreiða.

Efni:
1 dl mjólk
2 dl hveiti
1 egg
2 tsk karrý
1 tsk timjan (má vera örlítið meira)
3 msk kókósmjöl
pipar og salt

Meðhöndlun
Öllu blandað saman (látið útlitið ekki blekkja ykkur þetta er gómsætt)
Fiskinum velt uppúr maukinu eins og hægt er annars bara borið á hann.
Steikt á pönnu og borið fram með hrísgrjónum. karrýsósu og hrásalati.

Sendandi: Margrét Pétursdóttir <margrep@rhi.hi.is> (04/03/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi